top of page

VIÐSKIPTAHUGMYND

Það getur verið erfitt að hefja nýjan rekstur. Í samstarfi við okkur þarftu ekki að hafa áhyggjur af flóknum fjármálum, saman finnum við skynsömustu leiðina til að koma rekstrinum af stað.

VIÐ HLUSTUM

Við leiðbeinum þér með bókhald fyrirtækisins, sama hvort það sé stórtt eða smátt. Við tökum að okkur allt frá ráðgjöf upp í allsherjar fjármálarekstur. Allt eftir þörfum hvers og eins.

SÉRSNIÐIÐ

Saman förum við yfir stöðuna og myndum sérsniðna lausn sem hentar þínu fyrirtæki.

ÚRRÆÐI

• Fjárhagsbókhald 
• Afstemningar 
• Launavinnsla 
• Gerð lögbundna skilagreina 
• Ársreikninga og milliuppgjör 
• Skattframtöl 
• Áætlanagerð 
• Stofnun félaga. 
• Samruni félaga 

• Fjármálastjórnun

LAUNAVINNSLA

FJÁRHAGSBÓKHALD

Að stofna fyrirtæki og hefja nýjan rekstur getur virkað mjög flókið.  Hvað þarf að gera og hvað og hvar þarf að sækja um?  Hvernig stofna ég hlutafélag?  Í samstarfi við okkur þarft þú ekki að hafa áhyggjur, saman finnum við bestu lausnina til að koma fyrirtækinu á laggirnar.   Sérfræðingar okkar hafa áralanga reynslu á þessu sviði og veita faglegar ráðleggingar og sjá um alla pappírsvinnu fyrir þig hvort sem um samruna fyrirtækja er að ræða eða stofnun nýs fyrirtækis.

Við sjáum um alla þætti launavinnslunnar, og það skiptir ekki máli hvort starfsmennirnir eru 1 eða 100. Við þjónustum allt er varðar: 

• Gerð tölvukeyrðra launaseðla 
• Skilagreina til banka 
• Skilagreina vegna staðgreiðsluskatta og tryggingagjalda 
• Skilagreina vegna lífeyrissjóða 
• Skilagreina vegna stéttarfélaga 
• Skilagreina vegna orlofs, meðlags o.s.frv. 
• Launamiða og forskráningu launaupplýsinga til RSK 

Við launakeyrslu leggjum við áherslu á öruggi í starfsmannamálum, þjónustu án tafa og sanngjarnt verð.

Við sjáum um alla þætti fjárhagsbókhaldsins, færslur og afstemmningar, allt eftir óskum og þörfum hvers og eins viðskiptamanns. Við önnumst þessa þjónustu hvort sem þú er einstaklingur með rekstur, fyrirtæki eða félag, stórt eða smátt. Fjárhagsbókhaldið er að öllu jöfnu fært í dK viðskiptahugbúnaði með nettenginu við bókhaldkerfi viðskiptavina okkar, ef þess er óskað.

SKATTAFRAMTAL

Við sjáum um, auk ársreiknings að gera skattaframtal fyrir einkahlutafélög, einstaklinga með rekstur og félagasamtök.

TILBAKA

​ÁRSREIKNINGUR

Við sjá um gerð ársreikninga fyrir einkahlutafélög, einstaklinga með rekstur og félagasamtök. Við önnumst einnig milliuppgjör, ef þess er óskað.

Ársreikningur er gerður í lok hvers bókhaldsárs og er honum skilað til viðkomandi skattstofu. 

 

Thanks! Message sent.

bottom of page